Erlent

Cameron fundar með leiðtogum Evrópusambandsins

Atli Ísleifsson skrifar
David Cameron lætur senn af embætti forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron lætur senn af embætti forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mun funda með leiðtogum Evrópusambandsins í fyrsta sinn síðan meirihluti Breta greiddi með útgöngu úr sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðustu viku.

Cameron hyggst ræða afleiðingar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hvað framundan sé á fundi ESB í Brussel.

Í frétt BBC kemur fram að leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Ítalíu hafi sagt í gær að það yrðu engar formlegar eða óformlegar viðræður um útgöngu Bretlands úr sambandinu á þessu stigi máls.

Breski heilbrigðisráðherrann Jeremy Hunt hefur kallað eftir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi hvernig hátta skuli útgöngunni. Sagði hann að fresta ætti útgöngunni fram að mánuðunum fyrir næstu þingkosningar. Hunt er fyrsti ráðherrann til að lýsa yfir þessari skoðun.

Hunt íhugar nú að bjóða sig fram til að taka við formannsembætti í breska Íhaldsflokknum af Cameron. Hunt segir nauðsynlegt að Bretar verði áfram aðilar að innri markaðnum og hefur nefnt möguleikann á fyrirkomulagi sambærilegu því sem Norðmenn [og Íslendingar] njóta.

Cameron mun munda með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Hann mun þó ekki eiga sæti á morgunverðarfundi leiðtoga hinna aðildarríkjanna 27 sem haldinn verður á morgun.


Tengdar fréttir

Reyna að koma í veg fyrir Brexit

Milljónir Breta krefjast annarra kosninga um áframhaldandi viðveru Bretlands í Evrópusambandinu. Æðsti ráðherra Skotlands íhugar að beita neitunarvaldi gegn Brexit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×