Enski boltinn

Cabaye: Zaha getur spilað með þeim bestu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zaha mætir sínu gamla liði, Manchester United, í bikarúrslitum á laugardaginn.
Zaha mætir sínu gamla liði, Manchester United, í bikarúrslitum á laugardaginn. vísir/getty
Frakkinn Yohan Cabaye hefur mikið álit á Wilfried Zaha, samherja sínum hjá Crystal Palace og segir hann geta spilað með bestu liðum Evrópu.

„Hann er ótrúlegur leikmaður sem býr yfir gríðarlega miklum hæfileikum og er enn ungur að árum,“ sagði Cabaye um hinn 23 ára gamla Zaha sem kom aftur til Palace eftir erfiða tíma hjá Manchester United þar sem hann fékk fá tækifæri.

„Ég veit ekki hvað gerðist hjá United á sínum tíma en ég er bara ánægður að hann sé hjá okkur. Hann getur breytt leikjum og er okkur mjög mikilvægur,“ bætti Frakkinn við.

Cabaye lék með stjörnum prýddu liði Paris Saint-Germain um tíma og segir að Zaha vel plummað sig hjá stærstu liðum Evrópu.

„Hann hefur hæfileika til að spila fyrir lið eins og PSG,“ sagði Cabaye um Zaha sem skoraði aðeins tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Cabaye og Zaha verða væntanlega í eldlínunni þegar Palace mætir Manchester United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×