Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vísindamenn varpa ljósi á örlög Ötu

Fimmtán ára gömul ráðgáta var leyst á dögunum þegar vísindamönnum við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum tókst að varpa ljósi á uppruna beinagrindar sem fannst árið 2003 í Síle. Um stúlkubarn var að ræða sem lést stuttu eftir fæðingu.

Erlent
Fréttamynd

Nýr ráðgjafi Trump umdeildur

John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

150 hvalir óðu á land

Vítækar björgunaraðgerðir standa nú yfir í Ástralíu eftir að rúmlega 150 grindhvalir óðu þar á land í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Mögulega með heilaskaða

Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum.

Erlent
Fréttamynd

Lausnargjaldsgreiðslur til Boko Haram stuðli að frekari ránum

Ráðherrar segja ekkert lausnargjald greitt fyrir þær 104 stúlkur sem Boko Haram slepptu úr haldi á miðvikudag. Fjölmiðillinn sem greindi fyrst frá málinu segir ráðherrana ljúga. Tíðar lausnargjaldsgreiðslur Buhari-stjórnarinnar áhyggjuefni. Stjórnarandstaðan segir stjórnina hafa sviðsett allt málið til að græða atkvæði.

Erlent
Fréttamynd

Segja ummæli Boris viðurstyggð

Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936

Erlent
Sjá næstu 25 fréttir