Viðskipti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Atvinnuþátttaka há sögulega séð

Atvinnuþátttaka á Íslandi er orðin mjög há í sögulegu samhengi, að sögn sérfræðinga hagfræðideildar Landsbankans. Þeir benda á að 85 prósent af heildarmannfjölda á vinnualdri hafi verið virk á vinnumarkaði í maímánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fylgist betur með fjármálamarkaði

Miklu máli skiptir að íslensk stjórnvöld herði eftirlit með fjármálamarkaðinum, veiti eftirlitsstofnunum öflugar valdheimildir og efli sjálfstæði þeirra, að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Könnun: Vilt þú takmarka notkun reiðufjár?

Í dag var kynnt skýrsla starfshóps um umfang skattaundanskota og tillögur til aðgerða þar um en Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynnti skýrsluna á blaðamannafundi í dag auk annarrar skýrslu sem gerð var um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sögulega lítið um vanskil húsnæðislána

Vanskil húsnæðislána eru nú í sögulegu lágmarki. Til marks um það hefur Íbúðalánasjóður einungis tekið til sín 23 eignir á uppboði á fyrstu fimm mánuðum ársins. Fara þarf meira en tíu ár aftur í tímann til að finna jafn góða stöðu húseigenda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan veiktist um tvö prósent

Gengi íslensku krónunnar veiktist um tæp tvö prósent gagnvart myntum helstu viðskiptalanda Íslands í gær. Gengisvísitala krónunnar hefur hækkað um 7,1 prósent í mánuðinum en hækkunin nemur um fjórum prósentum það sem af er vikunni. Hefur krónan ekki verið veikari síðan í apríl.

Viðskipti innlent
Sjá næstu 25 fréttir