Viðskipti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mogginn birtir málsvörn Björns Inga

Segist hann munu greina frá atburðarás Pressunnar í Morgunblaðinu á næstu vikum. Atburðarásin verður rakin frá því að hluthafar fjárfestu í félaginu en einnig mun hann fjalla um helstu leikendur auk þess sem hann fer um vítt og breitt svið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja bréf Marel undirverðlögð

Greiningardeild Arion banka ráðleggur fjárfestum að kaupa í Marel og verðleggur bréf félagsins á 412 krónur á hlut. Það er tæplega 30 prósentum hærra verð en sem nam gengi bréfa framleiðslufyrirtækisins við lokun markaða í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir aðeins tólf hafa farið frá 1984

Af fimm þúsund viðskiptavinum hýsingarfyrirtækisins 1984 ehf. hafa 12 sagt þjónustunni upp síðan algert kerfishrun varð hjá fyrirtækinu sem olli því að vefþjónusta þúsunda fyrirtækja og einstaklinga lá niðri um nokkurra daga skeið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Salan á Medis í höndum Citibank

Ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva er sagt hafa ráðið hinn bandaríska Citibank til að selja lyfjasölufyrirtækið Medis fyrir marslok 2018. Medis er til húsa í Hafnarfirði og af 100 manna starfsliði fyrirtækisins starfa um 85 hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þórólfur nýr forstöðumaður stefnumótunar hjá Landsvirkjun

Forstöðumaður stefnumótunar leiðir fjölbreytt stefnumarkandi verkefni í samvinnu við stjórnendur fyrirtækisins og starfar með öllum starfseiningum að þróun árangursmælikvarða og markmiða sem unnið er að hverju sinni. Forstöðumaður stefnumótunar mun jafnframt vera virkur í að miðla stefnunni í nánu samstarfi við yfirstjórn.

Viðskipti innlent
Sjá næstu 25 fréttir