Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Nepölsk ofurmenni við Everest

Átján Íslendingar héldu í tveggja vikna göngu um Himalayafjöllin í október. Takmarkið voru grunnbúðir Mount Everest þaðan sem garpar í öðrum áhættuhópi halda af stað á leið sinni á topp hæsta fjalls heimsins. Ungir nepalskir burðarmenn vöktu aðdáun íslenska göngufólksins á degi hverjum.

Lífið
Fréttamynd

Verðandi ráðherra er rappstjarna

Herra Hnetusmjör er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Hann á eitt vinsælasta lag landsins, nýjasta platan hans er í fyrsta sæti á Spotify og útgáfutónleikar í vændum. Hann stefnir á framtíð í fjölmiðlum, jafnvel pólitík.

Lífið
Fréttamynd

Kapúsínamunkar í Reyðarfirði hjálpa ferðamönnum í neyð

Þótt langstærstur hluti Íslendinga sé skráður í Þjóðkirkjuna er trúarlíf Íslendinga litskrúðugra en marga grunar. Í Reyðarfirði býr Peter Kovácik hettumunkur sem fékk köllun rétt rúmlega tvítugur og gaf allar eigur sínar. Hann flutti til Íslands fyrir tíu árum síðan, talar reiprennandi íslensku og verst skammdegisþunglyndi með því að borða nóg af súkkulaði og hlusta á kántrýtónlist. Lífið í klaustrinu á Kollaleiru er fjölbreytt. Petur og reglubræður hans hjálpa þeim sem til þeirra leita, meðal annars ferðamönnum í neyð.

Lífið
Fréttamynd

Ljótasta bókarkápan 2017

Jólin eru ekki bara hátíð barnanna því þetta er líka árstími bókaútgefanda, rithöfunda og skálda að ógleymdum kápuhönnuðum.

Lífið
Fréttamynd

Nyrsti tannlæknir heims

Sólveig Anna Þorvaldsdóttir tók við sem tannlæknir í bænum Longyearbyen á Svalbarða fyrir um sex vikum. Hún ræðir um stöðuga ógn af ísbjörnum, fyrirhuguð riffilkaup og áfengiskvótann á eyjunni.

Lífið
Fréttamynd

Heimagerðar sprengjur og pappír

Finnsku hjónin sem standa að baki Youtube-rásinni Hydraulic Press gengu til liðs við Son's of Xplosion strákana á dögunum og léku sér með heimagerð sprengiefni.

Lífið
Fréttamynd

Aldrei verið einmana á jólanótt

Söngkonan Diddú var 23 ára ástfanginn söngnemi í Lundúnum þegar hún var fengin til að syngja svo eftirminnilega tregafullt jólaballöðuna Einmana á jólanótt í hljóðveri á enskri grundu. Hún vonar að fólk í ástarsorg eigi góða ættingja og vini um jólin.

Lífið
Fréttamynd

Loksins fagnað eftir 12 ára vinnu

Það ríkti mikil gleði á Kaffi Laugalæk á föstudaginn þegar útgáfu bókarinnar Kviknar var fagnað. Bókin fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það var fjölmennt í boðinu enda er um ansi forvitnilega bók að ræða sem tók heil 12 ár að fullkomna.

Lífið
Sjá næstu 25 fréttir