Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Dómararnir ræða sín á milli um birtingu dóma

Hvorki blaðamenn né háskólamenn eiga fulltrúa á fundi dómstólasýslunnar um birtingu dóma á netinu. Það kostar 4.500 krónur að sitja fundinn. Fleiri sjónarmið þurfa að heyrast en þröng stéttasjónarmið segir nýdoktor í lögum.

Innlent
Fréttamynd

BHM vill afnema ábyrgðir af eldri námslánum

Árið 2009 hætti Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, að krefja lántakendur um ábyrgðarmenn á lánum þeirra hjá sjóðnum. Hins vegar var einnig ákveðið að aflétta ekki ábyrgðum af eldri lánum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun.

Innlent
Fréttamynd

Sprungin rúða og löskuð hurð ollu töfum á tveimur ferðum WOW air

Umtalsverðar tafir urðu á tveimur áætlunarflugferðum WOW air til landsins vegna óhappa í dag. Annars vegar var um að ræða sprungu í rúðu vélar sem fara átti frá Mílanó til Keflavíkur í dag. Þá slóst landgöngubrú í hurð vélar félagsins í Kaupmannahöfn meðan farþegar hennar stigu frá borði og olli því að vélin var ekki metin flughæf.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þeir sem hafa lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna sinn rétt að sögn formanns starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi. Hann segir lánin mögulega vera ólögleg. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.