Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hlýnar og rignir

Ef marka má kort Veðurstofunnar mega Íslendingar gera ráð fyrir nokkrum rauðum hitatölum næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Margir kallaðir en fáir útvaldir til formennsku í nefndum

Stjórnarandstöðuflokkarnir hittast í fyrramálið til að ákveða hvort þeir taka boði meirihlutans um formennsku í Umhverfis- og samgöngunefnd, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Velferðarnefnd. Kosið verður í fastanefndir þingsins á fyrsta þingfundi nýs þings á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur hlaut varanlega sjónskerðingu eftir leik með leikjalaser

Tíu ára gamall drengur hlaut varanlega sjónskerðingu á öðru auga eftir að hafa beint svokölluðum leikjalaser í augað á sér. Móðir drengsins biður foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að svona leikföng geti verið stórhættuleg. Þá vill strákurinn ekki að þetta komi fyrir nokkurn annan.

Innlent
Fréttamynd

„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“

Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskylduna en þau lýsa Klevis sem ljúfum manni sem talaði um hvað Ísland væri öruggur og góður staður að búa á.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af sifskapar- og kynferðisbroti gegn fjórtán ára stúlku

Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Brynjar Jensson í sjö mánaða fangelsi fyrir ítrekuð umferðarlagabrot, þjófnaðarbrot, húsbrot og fíkniefnalagabrot, Sigurður, sem er 21 árs, var á sama tíma sýknaður af ákæru um sifskapar- og kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku. Hann var sjálfur átján ára í nóvember 2014 þegar þeir atburðir áttu sér stað sem leiddu til ákæru á hendur honum.

Innlent
Fréttamynd

Andar áfram af norðri

Búist er við norðlægri átt, þrír til tíu metrar á sekúndu, en tíu til fimmtán metrar á sekúndu austast á landinu.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir