Fréttir

Fréttamynd

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu

Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi.

Innlent
Fréttamynd

Hindra ekki fólk í að hægja sér

Erfiðlega gengur að koma í veg fyrir að ferðamenn geri þarfir sínar á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir þó salernisaðstöðuna vera í góðu lagi, ábyrgðin sé hjá ferðamönnunum. Vandinn sé víðar en á Þingvöllum.

Innlent
Fréttamynd

Sextíu milljónum úthlutað afturvirkt

Kjararáð ákvarðaði um miðjan mánuðinn kjör átta embættismanna auk sendiherra. Laun allra hækka nokkuð og í öllum tilvikum afturvirkt. Úrskurðirnir voru birtir í gær.

Innlent
Fréttamynd

Katörum sett ströng skilyrði

Fjögur Arabaríki hafa sent Katörum strangar kröfur, eigi þau að aflétta þvingunum gegn katarska ríkinu. Ríkin sem um ræðir eru Sádi-Arabía, Egyptaland, Bahrein og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogi stjórnarandstöðu fær ekki að bjóða sig fram

Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var í gær meinað að bjóða sig fram til forseta en forsetakosningar fara fram þar í landi á næsta ári. Miðstjórn kosninga í Rússlandi kvað upp úrskurð sinn þess efnis í gær og byggist hann á því að Navalny var dæmdur sekur fyrir fjárdrátt. Hann er nú á skilorði.

Erlent
Fréttamynd

Sérstök áhersla BHM á starfsfólk Landspítala

Bandalag háskólamanna segir mikilvægt að taka á launasetningu innan þjóðarsjúkrahússins. Fulltrúar samtakanna funduðu með forsætisráðherra í vikunni um stöðu vinnumarkaðarins. Kjaraviðræður fara senn í hönd.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig tapa á fórnarlömbum

Yfirvöld í Lundúnum hafa keypt 68 íbúðir í lúxusfjölbýlishúsi á Kensington Row fyrir þá sem misstu húsnæðið í eldsvoðanum í Grenfell-turninum. Nokkrir íbúar á Kensington Row eru ósáttir og segja þetta draga úr virði íbúða sinna.

Erlent
Fréttamynd

Flassarar fái þyngri refsingu

Dómsmálaráðherra Danmerkur, Søren Pape Poulsen, segir það skjóta skökku við að sá sem berar sig fyrir framan aðra fái vægari refsingu en sá sem birtir myndir úr eftirlitsmyndavél af viðkomandi. Hann vill að flassarar fái þyngri refsingu.

Erlent
Fréttamynd

Beitt ofbeldi af þriggja ára dóttur sinni

Íslensk kona, sem beitt var ofbeldi af þriggja ára dóttur sinni, skammaðist sín fyrir að leita sér aðstoðar. Hún hvetur þó foreldra í sinni stöðu að gera það. Doktor í sálfræði segir nokkuð algengt að börn á Íslandi eigi við hegðunarvanda að stríða og missi stjórn á skapi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Herskip sigldu inn í Hvalfjörðinn

Í tengslum við kafbátaeftirlitsæfingu NATO söfnuðust herskip saman á Faxaflóa í morgun og sigldu í fylkingu inn Hvalfjörðinn til að minnast þeirra sem létust í árásum kafbáta og herskipa nasista á skipalestir bandamanna í síðasti heimstyrjöldinni.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir