Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á annað hundruð dauðsföll tengd við rafbyssur

Framleiðandi rafbyssna segir að aðeins 24 hafi nokkru sinni látist af völdum þeirra. Ítarleg rannsókn Reuters-fréttastofunnar sýnir hins vegar að þær hafa verið taldar valdar eða á þátt í yfir 150 dauðsföllum í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Danir íhuga að leyfa piparúða

Dómsmálaráðherra Danmerkur, Søren Pape Poulsen, vill skoða reynslu af lögleiðingu notkunar piparúða áður en tekin verður ákvörðun um að leyfa notkun hans í Danmörku. Flokkur ráðherrans, Kristilegir demókratar, er hlynntur lögleiðingu og hinir stjórnarflokkarnir, Venstre og Frjálslynda bandalagið.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 200 tilkynningar til netöryggissveitarinnar

Fyrirtækjum er ekki skylt að tilkynna netöryggisveit um atvik sem varða netöryggi. Forstöðumaður sveitarinnar segir það akkillesarhæl. Fallið var frá flutningi sveitarinnar til Ríkislögreglustjóra. Unnið að þjónustusamningum í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu löxum var bjargað úr sjálfheldu

Hafrannsóknastofnun fór í björgunarleiðangur til þess að bjarga laxi sem lent hafði í sjálfheldu í Árbæjarkvísl. Aðgerðir gengu hratt og heppnuðust vel. Óvenjumikið vatn er í ánum í sumar og veldur því að fiskarnir villast af leið.

Innlent
Fréttamynd

Segir stjórnvöld ekki hafa áhuga á öryggi barna

Brýnt er að stjórnvöld herði reglugerð í tengslum við notkun hoppukastala til að koma í veg fyrir atvik líkt og það sem átti sér stað í Hveragerði um helgina er börn voru hætt kominn er hoppukastali féll á hliðina.

Innlent
Fréttamynd

Kaupendum óskylt að greiða fasteignasölum þóknun

Óheimilt er að skylda fasteignakaupendur til að greiða sérstaka kaupendaþóknun sem finna má á gjaldskrá flestra fasteignasala landsins að mati lögfræðings hjá Neytendasamtökunum. Gjaldið nemur gjarnan tugum þúsunda króna.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir