Innlent

Byssumaðurinn var ekki með byssuleyfi

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd / pjetur
Sævar Rafn Jónasson, maðurinn sem lést, eftir skotbardaga við sérsveit Ríkislögreglustjóra í Árbænum í gær mun ekki hafa verið með byssuleyfi fyrir haglabyssu en fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því.

Ríkissaksóknari fer með rannsókn málsins en maðurinn lést eftir viðskipti sín við lögreglumenn sem höfðu reynt að ná sambandi við manninn í nokkrar klukkustundir áður en þeir réðust inn í íbúð hans í Hraunbæ.

Rannsóknin snýr að stórum hluta að því hvernig maður sem á við geðræn vandamál að stríða geti útvegað sér skotvopn af þessari tegund hér á landi.

Sævar var 59 ára og hafði hann lengi vel átt við geðræn vandamál að stríða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×