Erlent

Töldu byssumann ganga lausan í herstöð í Maryland

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Air Force One, flugvél Bandaríkjaforseta.
Air Force One, flugvél Bandaríkjaforseta. vísir/getty
Byssumaður var talinn ganga laus í Andrews-herstöðinni í Maryland í Bandaríkjunum en herstöðin er bækistöð Air Force One, flugvélar Bandaríkjaforseta. Við leit yfirvalda fannst þó enginn byssamaður og hefur herstöðin opnað á ný.

Talsmaður Air Force, Derek White, sagði í samtali við BBC að byssumaður væri á spítala herstöðvarinnar, Malcolm Grow Medical Facility.

Tilkynning um byssumanninn barst á svipuðum tíma og æfa átti viðbrögð við því ef byssumaður myndi ganga laus í herstöðinni. Starfsfólki var ráðlagt að leita skjóls og viðbragðsaðilar eru komnir á staðinn að því er BBC greinir frá.

Herstöðin er í einu af úthverfum Washington í Maryland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×