Innlent

Byggja tengivirki fyrir Landsnet

Svavar Hávarðsson skrifar
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Karl Þráinsson, forstjóri ÍAV, við undirritun samkomulagsins í gær.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Karl Þráinsson, forstjóri ÍAV, við undirritun samkomulagsins í gær. mynd/landsnet
Landsnet undirritaði í gær samkomulag við Íslenska aðalverktaka (ÍAV) um byggingu á nýju tengivirki Landsnets í Helguvík. Samningurinn hljóðar upp á 341 milljón króna og er miðað við að framkvæmdum verði að fullu lokið í árslok 2015.

Nýja tengivirkið, sem hefur fengið nafnið Stakkur, er við hlið kísilvers United Silicon (USi) og hannað með hugsanlega stækkun í huga.

Undirbúningur tengivirkisins hófst hjá Landsneti haustið 2014 í framhaldi af samningi um flutning raforku til kísilvers USi í Helguvík, en auk þess felur verkefnið í sér uppsetningu á nýjum rofa í tengivirkinu á Fitjum og níu kílómetra langan 132 kW jarðstreng milli Fitja og Helguvíkur.

Gengið var frá samningum um kaup á jarðstreng og spenni árið 2014. Samið var við þýska fyrirtækið Nexans um jarðstrengskaupin og verður hann lagður sumarið 2015. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×