Innlent

Byggi íbúðir á Edenlóðinni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Eden brann 2011.
Eden brann 2011. visir/pjetur
Lóðin þar sem áður stóð hinn fornfrægi gróðurhúsa- og veitingaskáli Eden í Hveragerði gæti senn fengið nýtt hlutverk.

„Í ljósi þess skorts á lóðum fyrir smærri íbúðir sem nú er í bæjarfélaginu er rétt að vekja athygli bæjarráðs á að Edenlóðin er á forræði sveitarfélagsins og að þar má hæglega koma fyrir fjölda smærri íbúða ásamt verslun og þjónustu,“ segir í minnisblaði sem Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri lagði fram í bæjarráði.

Samþykkt var að hefjast handa við að breyta aðalskipulaginu svo byggja megi íbúðir á Edenlóðinni. „Ekki yrði tekið fyrir uppbyggingu á verslun,“ tók bæjarráðið fram. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×