Innlent

Byggðasjónarmið ráðherra standast ekki skoðun

Atli Ísleifsson skrifar
Atvinnuleysi í Hafnarfirði var að meðaltali  4,7% árið 2013 samanborið við 3,5% á Akureyri.
Atvinnuleysi í Hafnarfirði var að meðaltali 4,7% árið 2013 samanborið við 3,5% á Akureyri. Vísir/Valli
Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson og ríkisstjórnina, að draga til baka ákvörðun sína um að flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Segir bæjarstjórnin að engin málefnaleg rök fyrir flutningnum hafi komið fram.

Bæjarráð Hafnarfjarðar mótmælti 1. júlí síðastliðinn þeim áformum ráðherra að flytja starfsemi Fiskistofu úr Hafnarfirði. 

„Þegar ákvörðun um flutning opinberra stofnana, og þá starfa á milli landshluta, er tekin verður að gera þá kröfu að fyrir liggi málefnaleg rök. Svo er ekki um að ræða í þessu tilviki,“ segir í tilkynningu frá bænum.

Bæjarstjórn segir þau byggðasjónarmið sem vísað hefur verið til af hálfu ráðherra standist ekki skoðun samkvæmt upplýsingum sem bæjaryfirvöld Hafnarfjarðar hafa aflað sér.

„Samkvæmt  tölulegum upplýsingum er Akureyri ekki í vörn hvað íbúafjölgun varðar, miðað við landsmeðaltal, og aðrar tölulegar upplýsingar gefa ekki sérstaklega til kynna að bæjarfélagið þurfi sérstakan stuðning ríkisins í þessum efnum.

  • Atvinnuleysi í Hafnarfirði var að meðaltali árið 2013 4,7% samanborið við 3,5% á Akureyri.

  • Atvinnulausir í Hafnarfirði sem eru með háskólapróf voru 118 en 62 á Akureyri í ágúst 2014.

  • Stöðugildum hjá ríkinu fækkaði í Hafnarfirði um 126,8 á milli áranna 2007 og 2013, eða um 20,4%.  Á sama tíma fækkaði þeim um 57,2 stöðugildi á Akureyri, eða sem nemur 5,4%.

  • Stöðugildi á vegum ríkisins á Akureyri voru 1.004 árið 2013 samanborið við 495 stöðugildi í Hafnarfirði.

  • Verði af flutningi Fiskistofu til Akureyrar mun fækka um 57,5 stöðugildi til viðbótar við þau 126,8 störf sem fækkaði um milli áranna 2007 og 2013 í Hafnarfirði,“ segir í tilkynningunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×