Lífið

Býður upp á fullt af mistökum

Baldvin Þormóðsson skrifar
Hákon segir spuna vera litla sögu sem búin er til á staðnum.
Hákon segir spuna vera litla sögu sem búin er til á staðnum.
„Þetta er í raun ekki ósvipað því að mæta á uppistand,“ segir Hákon Jóhannesson um Íslandsmeistaramótið í spuna sem fer fram um helgina í Frystiklefanum á Rifi.

„Spuni er bara saga, lítil saga eða grín, sem búið er til á staðnum í þeim aðstæðum sem gefnar eru upp,“ segir Hákon um spuna.

„Aðstæðurnar geta verið allt frá skurðstofu á sjúkrahúsi til regnskóga í Afríku,“ segir Hákon en enn þá er opið fyrir skráningu í keppnina og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að skrá sig einn því þeir sem eru einir á báti verða settir í lið.

„Þetta býður náttúrulega upp á fullt af mistökum og kjánalegheitum en oft er það það sem er svo skemmtilegt við þetta,“ segir Hákon. Skráningargjald eru litlar 4.000 krónur. Keppnin fer fram í kvöld og annað kvöld og eru áhorfendur meira en velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×