Erlent

Býður Boko Haram birginn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Muhammadu Buhari, nýkjörinn forseti Nígeríu.
Muhammadu Buhari, nýkjörinn forseti Nígeríu. vísir/afp
Muhammadu Buhari, nýkjörinn forseti Nígeríu, sagði í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar að fyrsta verkefni hans væri að uppræta vígahópinn Boko Haram sem unnið hefur mikinn skaða á þjóðinni á undanförnum árum. Hann sagðist myndu skuldbinda sig til þess og ætlar bjóða þeim birginn. Erfið en mikilvæg vinna væri fyrir höndum.

Þá sagði Buhari að spilling innan stjórnkerfisins yrði á bak og burt og að nú yrði lýðræðið aftur við völd.

Buhari vann í gær sögulegan sigur á Goodluck Jonathan, fráfarandi forseta Nígeríu, en þetta var í fyrsta sinn í sögu Nígeríu sem sitjandi forseti tapar í kosningu.

Nígería hefur þurft að þola mannskæðar árásir hryðjuverkasamtakanna Boko Haram undanfarin ár. Talið er að Buhari, sem var æðsti ráðamaður Nígeríu frá 1983 til 1985 eftir að herinn hafði tekið völd í landinu, hafi notið meira trausts en Jonathan til að bjóða Boko Haram birginn.

Þetta er í fimmta sinn í röð sem Buhari bíður sig fram til forseta Nígeríu. Hann er íslamstrúar og tilheyri Fulani ættbálknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×