Erlent

Buzz Aldrin fluttur af Suðurpólnum vegna veikinda

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aldrin er alla jafna frekar sprækur.
Aldrin er alla jafna frekar sprækur. Vísir/Getty
Geimfarinn Buzz Aldrin, annar maðurinn til þess að ganga á tunglinu, hefur verið fluttur á brott frá Suðurpólnum vegna veikinda. BBC greinir frá.

Hinn 86 ára gamli geimfari var þar staddur sem hluti af hópi ferðamanna sem heimsótti rannsóknarteymi bandarískra vísindamanna á Suðurpólnum.

Ástand Aldrin er sagt vera stöðugt en að sögn Vísindastofnun Bandaríkjanna varð hann Veikur. Því var talið nauðsynlegt að flytja hann á brott frá Suðurpólnum.


Tengdar fréttir

Vill menn til Mars innan tuttugu ára

"Við þurfum að gera heiminn spenntan fyrir geimferðum á ný,“ segir bandaríski geimfarinn Buzz Aldrin í pistli sem hann ritaði á vefsíðu CNN í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×