Viðskipti innlent

Búvörusamningur Sigurðar Inga sagður fara langt út fyrir lagaheimildir

Jakob Bjarnar skrifar
Atvinnurekendur telja Sigurð Inga alveg úti á túni með sína búvörusamninga.
Atvinnurekendur telja Sigurð Inga alveg úti á túni með sína búvörusamninga.
Félag atvinnurekenda telur fyrirliggjandi að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, áður landbúnaðarráðherra, hafi farið langt út fyrir lagaheimildir þegar hann gerði búvörusamninga í vetur. Fullyrt er að hann sé í algjörum órétti með að gera búvörusamning.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins, var að senda frá sér tilkynningu þessa efnis en þar kemur fram að Félag atvinnurekenda hafi skilað Alþingi umsögn um frumvarp um búvörusamningana. Alþingi geti ekki með lögmætum hætti útvegað lagaheimild eftir á, eins og lagt er til í frumvarpinu.

„Að mati FA er það stórvarasamt fordæmi ef Alþingi ætlar að leggja blessun sína yfir að ráðherrar geri samninga sem þeir hafa enga lagaheimild til og sæki heimildina til Alþingis eftir á. Þessi ráðagerð er í andstöðu við ákvæði 2. gr. stjórnarskrár um þrískiptingu valds sem og þingræðisreglu íslenskrar stjórnskipunar enda er það löggjafinn sem kveður á um valdheimildir ráðherra en ekki hann sjálfur,“ segir í umsögn FA.

Umsögn Félags atvinnurekenda er viðamikil en í tilkynningunni segir að þar sé fjallað um ýmsa þætti búvörusamninganna sem og um íslenska landbúnaðarstefnu.

Umsögn FA er viðamikil og er þar fjallað um ýmsa þætti búvörusamninganna og íslenskrar landbúnaðarstefnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×