Erlent

Bush feðgar halda sig frá kosningabaráttunni

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Verður fjarri góðu gamni í komandi forsetakosningum.
Verður fjarri góðu gamni í komandi forsetakosningum. Vísir/EPA
Feðgarnir George Bush og Georg W. Bush yngri ætla ekki að taka þátt í kosningabráttu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Feðgarnir eru einu fyrrverandi forsetar Repúblikana sem enn eru á lífi. The Guardian greinir frá þessu en í yfirlýsingum sem bárust frá talsmönnum þeirra í gærkvöld segir að Bush eldri sé orðinn níutíu og eins árs og að hann hafi sagt skilið við stjórnmálin. Feðgarnir voru áberandi í baráttu Jeb Bush, yngri bróður George Bush yngri, fyrir útnefningu Repúblikanaflokksins.

Það að tveir fyrrverandi forsetar Repúblikana vilji ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaefni flokksins þykir sæta nokkrum tíðindum en hinn umdeildi Donald Trump er væntanlegt forsetaefni flokksins.


Tengdar fréttir

Trump er einn eftir

Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví

Obama sló í gegn

Skaut föstum skotum á kvöldverði með fréttariturum Hvíta hússins.

Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur

Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×