ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 10:09

Skipulagsstofnun skilađi ekki áliti um Teigsskóg á tilskildum tíma

FRÉTTIR

Busby-börnin fóru illa međ Anderlecht fyrir rúmum 60 árum

 
Enski boltinn
17:45 17. MARS 2017
Busby-börnin léku sér ađ Anderlecht í fyrstu Evrópuleikjum United.
Busby-börnin léku sér ađ Anderlecht í fyrstu Evrópuleikjum United. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Manchester United dróst gegn Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikurinn fer fram á Constant Vanden Stock vellinum í Anderlecht 13. apríl en sá seinni á Old Trafford 20. apríl.

Viðureignin er merkileg fyrir þær sakir að fyrsti Evrópuleikur United var einmitt gegn Anderlecht, 12. september 1956 í Evrópukeppni meistaraliða, forvera Meistaradeildar Evrópu. United vann leikinn 0-2 með mörkum frá Tommy Taylor og Dennis Viollet.

Í seinni leiknum fóru Busby-börnin svo hamförum og unnu 10-0 sigur. Það er stærsti sigur United í Evrópukeppni frá upphafi. Leikurinn fór fram á Maine Road, gamla heimavelli Manchester City, vegna þess að það voru ekki flóðljós á Old Trafford á þeim tíma.

United og Anderlecht mættust aftur í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1968. United, sem var ríkjandi Evrópumeistari, fór áfram, 4-3 samanlagt.

Liðin mættust svo í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu haustið 2000. Andy Cole skoraði þrennu í 5-1 sigri United í fyrri leiknum á Old Trafford en Anderlecht vann seinni leikinn 2-1.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Busby-börnin fóru illa međ Anderlecht fyrir rúmum 60 árum
Fara efst