Lífið

Burt Bacharach handleggsbrotinn

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Er hvergi af baki dottinn þrátt fyrir að hafa brotið á sér höndina.
Er hvergi af baki dottinn þrátt fyrir að hafa brotið á sér höndina. Vísir/Getty
Íslandsvinurinn Burt Bacharach hefur aflýst tvennum tónleikum í Los Angeles eftir að hafa brotið á sér höndina. Bacharach, sem er 88 ára gamall, er þó staðráðinn í því að halda áfram á tónleikaferðalagi sínu í október.

Talsmenn Bacharach segjast ekki vita hvernig tónlistarmaðurinn fór að því að brjóta á sér höndina.

Eins og margir muna hélt Bacharach afar eftirminnilega tónleika í sumar sem íslenskir aðdáendur hans gleyma seint.


Tengdar fréttir

Burt Bacharach heldur tónleika á Íslandi

Tónlistarmaðurinn Burt Bacharach er eitt virtasta tónskáld sögunnar og hefur til dæmis unnið átta Grammy-verðlaun. Páll Óskar Hjálmtýsson fagnar komu Bacharachs mjög, enda mikill aðdáandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×