Enski boltinn

Burnley setur stuðningsmann í bann fyrir rasisma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andre Gray, framherji Burnley, gagnrýndi rasistanna á Twitter.
Andre Gray, framherji Burnley, gagnrýndi rasistanna á Twitter. vísir/getty
Burnley hefur sett stuðningsmann liðsins í bann um óákveðinn tíma vegna rasisma.

Umræddur stuðningsmaður, sem er þrítugur karlmaður frá Accrington, lét endurtekin rasísk ummæli falla um leikmann Bradford í vináttuleik gegn Burnley á laugardaginn.

Annar stuðningsmaður Burnley var einnig ásakaður um rasisma á sama leik en félagið dæmdi hann ekki í bann.

Andre Gray, leikmaður Burnley, gagnrýndi þessa ömurlegu hegðun stuðningsmanna liðsins á Twitter eins og sjá má hér að neðan.

Burnley tekur á móti Swansea City í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar 13. ágúst næstkomandi.

Jóhann Berg Guðmundsson, sem gekk í raðir Burnley í síðustu viku, gæti þar mætt félaga sínum í íslenska landsliðinu, Gylfa Þór Sigurðssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×