Enski boltinn

Burnley græðir á því að Ings hafi spilað landsleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ings kemur hér inn fyrir Harry Kane. Skipting sem er líklega dýr fyrir Liverpool.
Ings kemur hér inn fyrir Harry Kane. Skipting sem er líklega dýr fyrir Liverpool. vísir/getty
Liverpool þarf væntanlega að greiða meira fyrir Danny Ings þar sem hann er búinn að spila fyrir landsliðið.

Liverpool náði ekki samkomulagi við Burnley um kaupverð og hann fór til Liverpool án greiðslu í júlí síðastliðnum.

Þar sem Ings er ekki orðinn 24 ára þá á Burnley rétt á uppeldisbótum. Sérstök nefnd mun ákveða þá upphæð.

Ings spilaði sinn fyrsta landsleik í gær og Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gerði sína gamla félagi grikk þar því landsleikurinn mun aðeins auka verðmatið á Ings og verða þess valdandi að félagið þarf að greiða Burnley hærri bætur.

Burnley var að vonast eftir því að fá 12 milljónir punda og Tottenham var víst til í að greiða þá upphæð. Leikmaðurinn vildi aftur á móti fara til Liverpool.

Ings hefur skorað þrjú mörk í síðustu átta leikjum með Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×