Erlent

Búrkubann sett á stefnuskrána

stefán rafn sigurbjörnsson skrifar
Þúsundir mótmæltu fyrir utan landsfund AfD. Nordicphotos/AFP
Þúsundir mótmæltu fyrir utan landsfund AfD. Nordicphotos/AFP
Landsfundur þjóðernisflokksins Alternative für Deutsch­land samþykkti í gær að setja á stefnuskrá sína bann við bænaturnum í Þýskalandi og bann við búrkum.

AfD mælist með 14 prósent í skoðanakönnunum fyrir sambandsþingkosningarnar á næsta ári. Allir flokkar nema Kristilegi demókrataflokkur Angelu Merkel hafa útilokað samstarf við AfD.

Samkvæmt stjórnarskrá Þýskalands ríkir trúfrelsi í landinu en stjórnmálamenn AfD vilja meina að íslam sé það framandi Þjóðverjum að það samræmist ekki stjórnarskrárákvæðum. Tvö þúsund manns úr hópi vinstrisinna mótmæltu fyrir utan landsþing flokksins um helgina.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×