Innlent

Burðardýr í árs fangelsi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sannað þykir að konan hafi flutt inn efnin fyrir tilstilli annarra manna. Hún hafi hvorki komið að skipulagningu né fjármögnun á innflutningnum.
Sannað þykir að konan hafi flutt inn efnin fyrir tilstilli annarra manna. Hún hafi hvorki komið að skipulagningu né fjármögnun á innflutningnum. Vísir/Vilhelm
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt brasilíska konu í árs fangelsi fyrir innflutning á hálfu kílói af kókaíni sem talið er að hafi átt að fara í söludreifingu hér á landi.

Konan var burðardýr og faldi efnin á líkama sínum og í farangri en hún kom hingað til lands frá heimalandi sínu, með viðkomu í Frakklandi þann 9. nóvember síðastliðinn. Degi síðar var hún úrskurðuð í gæsluvarðhald sem hún sætti þar til dómur féll fyrir viku. Gæsluvarðhaldið dregst frá fangelsisdómnum.

Sannað þykir að konan hafi flutt inn efnin fyrir tilstilli annarra manna. Hún hafi hvorki komið að skipulagningu né fjármögnun á innflutningnum. Þá er það talið konunni til málsbóta að hún hafi játað brot sitt skýlaust og sýnt ákveðinn samstarfsvilja við rannsókn málsins.

Dóminn má sjá hér.


Tengdar fréttir

Blekkt og notuð sem burðardýr

Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×