Íslenski boltinn

Búlgararnir komnir með leikheimild hjá Víkingi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnþór Ingi Kristinsson er á leið aftur í nám.
Arnþór Ingi Kristinsson er á leið aftur í nám. vísir/daníel
Búlgarski varnarmaðurinn Ilyan Garov og sóknarmaðurinn VentsislavIvanov, sem einnig er Búlgari, eru komnir með leikheimild hjá Pepsi-deildar liði Víkings. Garov er þrítugur en Ivanov 32 ára.

Leikmennirnir hafa æft með liðinu undanfarna daga og hafa Víkingar ákveðið að semja við þá, en nýliðarnir eru að missa þrjá leikmenn á næstu dögum og vikum.

Varnarmennirnir TómasGuðmundsson og Halldór Smári Sigurðsson eru að fara í skóla í Bandaríkjunum líkt og miðjumaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson en þeir tveir síðarnefndu hafa leikið stór hlutverk með Víkingum í Pepsi-deildinni í sumar.

Búlgararnir geta tekið þátt í leiknum gegn Keflavík annað kvöld en liðin mætast á Nettó-vellinum í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Það verður síðasti leikur Tómasar með Víkingi í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×