Innlent

Búist við stormi um allt land í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þá er reiknað með hviðum 30-40 m/s undir Hafnafjalli og á Kjalarnesi á frá því laust fyrir hádegi. Snjóflóðahætta er á Siglufjarðarvegi.
Þá er reiknað með hviðum 30-40 m/s undir Hafnafjalli og á Kjalarnesi á frá því laust fyrir hádegi. Snjóflóðahætta er á Siglufjarðarvegi. vísir/valli
Hvessa mun með morgninum sunnan- og vestanlands með snjókomu, einkum á fjallvegum, en síðar slyddu eða rigningu á láglendi. Þetta kemur fram í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Þá er búist er við stormi á landinu um og eftir hádegi, en NV-til og við SA-ströndina í nótt og á morgun.

Þannig eru líkur á að mjög blint verði og dimm ofanhríð á veginum austur fyrir Fjall frá því um hádegi og þar til skil lægðarinnar verða farin yfir á milli klukkan fimm og sex síðdegis. Þá er reiknað með hviðum 30-40 m/s undir Hafnafjalli og á Kjalarnesi á frá því laust fyrir hádegi. Snjóflóðahætta er á Siglufjarðarvegi.

Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða hálkublettir er allvíða á Suðurlandi.

Á Vesturlandi eru hálkublettir en hálka á fjallvegum og í Svínadal. Þæfingur og skafrenningur er á Fróðárheiði. Hálka eða snjóþekja er nánast á öllum á vegum á Vestfjörðum, þó aðeins hálkublettir á Innstrandavegi.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja  á vegum og éljagangur og skafrenningur nokkuð víða. Þæfingsfærð er á Tjörnesi og í Bakkafirði en ófært á Hólasandi og Hófaskarði. Siglufjarðarvegur er lokaður utan Fljóta vegna snjóflóðahættu.

Þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum og á Fjarðarheiði.  Annars er hálka eða hálkublettir á vegum á Austurlandi. Greiðfært er frá Breiðdalsvík með suðausturströndinni vestur undir Öræfi en þar tekur við hálka og hálkublettir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×