Innlent

Búist við stormi Austanlands

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ferðamenn áttu erfitt með sig í hvassviðrinu á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun.
Ferðamenn áttu erfitt með sig í hvassviðrinu á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun. Vísir/GVA
Öllu rólegra veður verður yfir landinu í dag en í gær. Það á við um alla landshluta nema Austurland þar sem búast má við að hvassviðri og helliregn muni dynja áfram á íbúum. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef veðurstofunnar. Þar á þó að lægja í kvöld og nótt. Hins vegar mun hvessa á landinu vestanverðu á morgun með slyddu og rigningu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða rigning A-til, en léttir til undir kvöld. Hægari framan af degi, og skýjað með köflum V-til, en bætir í vind undir kvöld með slyddu og síðar rigningu. Hiti 1 til 7 stig, en víða frost inn til landsins.

Á laugardag:

Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Rigning, einkum V-til, en þurrt og bjart fyrir austan.

Á sunnudag:

Ákveðin suðvestanátt og rigning um landið vestanvert, en yfirleitt þurrt austanlands. Hlýtt í veðri.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:

Suðlæg átt ríkjandi og dálítil væta á köflum sunnan- og vestanlands, en annars þurrt að kalla. Dregur úr mestu hlýindum, en þó áfram fremur milt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×