Innlent

Búist við gasmengun um allt land

Veðurstofan býst við gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni um mest allt land í dag, eða frá eldstöðvunum að Húsavík í norðri og að Klaustri í suðri og svo vestur yfir allt landið og þar með höfuðborgarsvæðið.

Vegna hægviðris er loftblöndun minni, eða hægari en ella, því við þær aðstæður rís gasið hærra og dreifist með golunni. Þá hringsólar gasið lengi í breytilegum vindi. Einnig safnast gasið upp í þurrviðri og kunna þessi atriði að skýra blámóðuna, sem víða varð vart í gær og búast má við í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×