Innlent

Búist við gasmengun til norðurs

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/Egill Aðalsteinsson
Eldgosið heldur áfram í Holuhrauni og vegna suðlægra átta mun gasmengun frá því berast til norðurs eða á svæðið frá Eyjafirði til Melrakkasléttu. Skjálfti upp á 5,5 stig mældist í Bárðarbungu í gær og er þetta fjórði skjálftinn sem mælist af þessum styrkleika.

Aðeins einn skjálfti hefur mælst snarpari, eða 5,6 stig, en um það bil 40 skjálftar hafa mælst yfir fimm stig frá því að jarðhræringarnar byrjuðu fyrir alvöru fyrir rúmum mánuði. Hvassviðrið sem gekk yfir landið í gær, hafði truflandi áhrif á suma skjálftamæla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×