Innlent

Búist við fjörugu skemmtanalífi annað kvöld

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Markús Fry vaktstjóri á Slippbarnum á von á æsilegu djammkvöldi annað kvöld.
Markús Fry vaktstjóri á Slippbarnum á von á æsilegu djammkvöldi annað kvöld.
Þó svo að páskahelgin sé mikil ferðahelgi og margt um að vera víða um land er einnig mikið fjör í miðbænum þessa helgi.

Skemmtanalífið er blómlegt alla páskahelgina og mikill erill á skemmtistöðum.

„Það er reyndar frekar rólegt hjá okkur í kvöld, en það er setið á öllum borðum samt. Það er ekki sama partýstemning og var í gær, þá var mikið um djamm. Við eigum von á að það verði meira fjör á morgun," segir Markús Fry vaktstjóri á Slippbarnum um páskastemninguna á staðnum.

„Það er mikið af túristum í Reykjavík hérna um páskahelgina, en ég held samt að okkar gestir séu svona 70% Íslendingar þessa stundina. Við erum náttúrulega vinsælasti barinn í bænum.“

Markús segir að þéttsetið sé á öllum borðum og að margir gestir hafi sótt staðinn alla páskana.

„Þess má samt geta að við vorum að vígja glænýjan kokteilaseðil í fyrradag. Það gæti útskýrt aukna traffík. Laugardagurinn um páska er venjulega rólegri en sunnudagurinn, enda heilagur dagur á morgun og allt lokar fyrr. Það verður hinsvegar hefðbundinn opnunartími annað kvöld og þá er ekkert heilagt lengur.“

Starfsmaður Hressingarskálans tekur í sama streng.



"Það var brjálað að gera hjá okkur í gær og augljóslega margir að skemmta sér. Það er rólegra í kvöld og eins og stendur er staðurinn pakkaður af túristum. Við eigum von á meiri látum á morgun enda opið til hálffimm þá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×