FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR NÝJAST 13:00

Bjarki: Hlakka til ađ taka á Stoilov

SPORT

Búist viđ allt ađ 20 stiga frosti

 
Innlent
08:03 18. JANÚAR 2016
Búist viđ allt ađ 20 stiga frosti
VÍSIR/GVA

Sólríkt og rólegt veður verður í dag og á morgun. Austlæg átt um 5-10 metrar á sekúndu sunnantil á landinu, en annars hægari breytileg átt. Léttskýjað víðast hvar, en skýjað austantil á landinu í fyrstu.

Í nótt og á morgun má búast við stöku éljum úti við ströndina, en inn til landsins verður áfram bjart. Frost 0 til 10 stig, en talsvert frost í innsveitum norðaustantil og má búast við allt að 20 stiga frosti þar sem kaldast er, að því er segir í veðurspá Veðurstofu Íslands.

Nú í nótt var töluvert frost á landinu öllu, einkum um norðan- og austanvert landið. Það fór víða niður í tíu stig, en fjögurra stiga hiti var í Vestmannaeyjum klukkan sex í morgun.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Búist viđ allt ađ 20 stiga frosti
Fara efst