Innlent

Búist við allt að 20 stiga frosti

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Sólríkt og rólegt veður verður í dag og á morgun. Austlæg átt um 5-10 metrar á sekúndu sunnantil á landinu, en annars hægari breytileg átt. Léttskýjað víðast hvar, en skýjað austantil á landinu í fyrstu.

Í nótt og á morgun má búast við stöku éljum úti við ströndina, en inn til landsins verður áfram bjart. Frost 0 til 10 stig, en talsvert frost í innsveitum norðaustantil og má búast við allt að 20 stiga frosti þar sem kaldast er, að því er segir í veðurspá Veðurstofu Íslands.

Nú í nótt var töluvert frost á landinu öllu, einkum um norðan- og austanvert landið. Það fór víða niður í tíu stig, en fjögurra stiga hiti var í Vestmannaeyjum klukkan sex í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×