Erlent

Búist við að Chris Christie dragi sig í hlé

Atli Ísleifsson skrifar
Chris Christie er ríkisstjóri New Jersey.
Chris Christie er ríkisstjóri New Jersey. Vísir/AFP
Búist er við að Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, komi til með að draga framboð sitt til að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins til baka.

CNN greinir frá því að Christie fundi nú með ráðgjöfum sínum og er búist við yfirlýsingu frá frambjóðandanum áður en langt um líður.

Christie hafnaði í sjötta sæti í forkosningum Repúblikana í New Hampshire í gær og hlaut aðeins sjö prósent atkvæða. Vegna slaks árangurs verður hann því ekki einn þátttakanda í sjónvarpskappræðum frambjóðenda Repúblikana á laugardag.

Heimildarmenn CNN segja ekki ljóst hvort að Christie muni lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðenda að svo stöddu.

Uppfært 22:55

Chris Christie hefur nú staðfest að hann hafi hætt við framboð sitt. BBC greinir meðal annarra frá þessu.


Tengdar fréttir

Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire

Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×