Innlent

Búinn að taka hundrað viðtöl

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Forstöðumaðurinn segir skemmtilegt að hlýða á svo fallegt og hnökralaust mál eins og margir viðmælenda hans viðhafa.
Forstöðumaðurinn segir skemmtilegt að hlýða á svo fallegt og hnökralaust mál eins og margir viðmælenda hans viðhafa. mynd/Tómas Sturluson
„Ég er búinn að taka um hundrað viðtöl,“ segir Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, en hann hefur undanfarið ár ferðast landshorna á milli með upptökutækið til að hlaða utan á tónlistararf okkar.

Hann hefur sett þrjátíu viðtöl inn á vefinn ísmús.is. „Þar er til dæmis að finna viðtal við Þorgeir heitinn Þórarinsson sem ég tók í febrúar síðastliðnum en hann féll frá aðeins örfáum vikum síðar,“ segir Bjarki. Þorgeir, sem sagði frá minningum sínum úr Kelduhverfi, hefði orðið hundrað ára á næsta ári.

„Það var svo magnað með hann að frásögnin rann upp úr honum án eins einasta hikorðs,“ segir hann. Á vefnum eru einnig viðtöl við Guðríði Guðbrandsdóttur, sem er elsti núlifandi Íslendingurinn, 108 ára að aldri. Bjarki stefnir á að fara í öll héruð landsins. „Ég er búinn með einn fjórða um það bil,“ segir hann. Hann segist hafa fengið styrki til að standa undir bensínkostnaði og gistingu en að nú sé sá sjóður nánast uppurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×