Sport

Búið að sparka sparkaranum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Josh Brown fær líklega ekki vinnu á næstunni.
Josh Brown fær líklega ekki vinnu á næstunni. vísir/getty
NFL-liðið NY Giants hefur rekið ofbeldismanninn Josh Brown úr liðinu en hann hefur verið sparkari liðsins undanfarin ár.

Í síðustu viku kom í ljós að hann hefði skrifað í dagbók sína um að hann hefði beitt eiginkonu sína andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann skrifaði einnig vinafólki og sagði frá því hvað hann hefði komið illa fram við eiginkonuna.

Brown var umsvifalaust settur í bann hjá félaginu og spilaði ekki með þeim í London um síðustu helgi. Nú er orðið ljóst að hann sparkar ekki aftur fyrir Risana.

„Við teljum að þetta sé rétt ákvörðun hjá okkur,“ sagði John Mara, forseti Giants.

Fyrir leiktíðina 2015 setti liðið Brown í eins leiks bann vegna framkomu sinnar við eiginkonuna. Nú þegar smáatriðin hafa komið í ljós gat félagið aldrei gert annað en að sparka sparkaranum.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×