Erlent

Búið að sleppa Mubarak

Atli Ísleifsson skrifar
Hosni Mubarak varð forseti Egyptalands árið 1981 eftir morðið á forsetanum Anwar Sadat.
Hosni Mubarak varð forseti Egyptalands árið 1981 eftir morðið á forsetanum Anwar Sadat. Vísir/AFP
Yfirvöld í Egyptalandi hafa sleppt Hosni Mubarak, fyrrverandi forseta landsins, en hann hefur verið í haldi allt frá því að honum var steypt af stóli fyrir sex árum.

Í frétt BBC er haft eftir lögmanni Mubarak að skjólstæðingur hans hafi yfirgefið herspítala í suðurhluta Kaíró og haldið á heimili sitt í hverfinu Heliopolis í norðurhluta egypsku höfuðborgarinnar.

Hæstiréttur landsins sýknaði fyrr í mánuðinum hinn 88 ára Mubarak af ákæru um að hann bæri ábyrgð á dauða fjölda mótmælenda í uppreisninni árið 2011.

Allt frá því að Mubarak var steypt af stóli hefur verið réttað yfir honum í ýmsum málum þar sem hann hefur ýmist verið fundinn sekur eða saklaus.

Mubarak varð forseti Egyptalands árið 1981 eftir morðið á forsetanum Anwar Sadat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×