Sport

Búið að selja um 9.000 miða á bardagakvöldið með Gunnari

Henry Birgir Gunnarsson í Stokkhólmi skrifar
Svona er stemningin á Grand-hótelinu núna.
Svona er stemningin á Grand-hótelinu núna. vísir/Böddi TG
Spennan er farin að magnast fyrir bardaga Gunnars Nelson og Rick Story í Globen á laugardag.

Fjöldi fólks var mættur fyrir utan Grand-hótelið í Stokkhólmi í dag til þess að sjá Gunnar ganga inn á hótelið þar sem fjölmiðladagurinn var haldinn.

Nokkrir heppnir áhorfendur fá svo að koma inn í salinn á eftir og fylgjast með köppunum þar sem þeir taka létta æfingu í litlu búri sem  búið er að setja upp hérna.

Miðasalan hefur verið með ágætum á bardagann en Vísir fékk staðfest í dag að búið væri að selja nærri níu þúsund miða á bardagakvöldið. Líklega verða um tólf þúsund miðar í boði og búist er við að þeir fari allir.

Gunnar kemur síðastur í búrið á eftir og verður eflaust mikil stemning á hótelinu er Gunnar mætir og svitnar

Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér.

MMA

Tengdar fréttir

Dreymir ekki um Vegas

Gunnar Nelson segir að það séu að verða valdaskipti í UFC-heiminum. Ný kynslóð bardagakappa, betri en þeir sem fyrir eru, séu að taka yfir íþróttina.

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story

Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×