Handbolti

Búið að segja að við eigum ekki skilið að vera í deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarki á hliðarlínunni með sínum mönnum.
Bjarki á hliðarlínunni með sínum mönnum. vísir/stefán
Ummæli Bjarka Sigurðssonar, þjálfara HK, eftir leik gegn Aftureldingu í gær vöktu athygli. Þá talaði hann um að gagnrýni manna út í bæ hefði kveikt í liðinu fyrir leikinn.

Botnlið HK kom skemmtilega á óvart með því að skella toppliði Aftureldingar í gær en þetta var fyrsta tap Aftureldingar í vetur.

Vísir spurði Bjarka út í ummælin í morgun.

„Það er búið að tala okkur niður í vetur og jafnvel verið sagt að við séum fallbyssufóður og eigum ekki skilið að vera í deildinni," segir Bjarki en voru það einhver sérstök ummæli sem hann nýtti til þess að kveikja í liðinu í gær?

„Nei. Orðið á götunni hefur verið að tala okkur niður. Ég hef ekkert tekið það inn á mig en strákarnir hafa kannski gert það. Ég tíndi ýmislegt til og notaði í undirbúningnum í gær. Það virkaði."

Bjarki mætti sonum sínum í leiknum en var ekkert að nudda þeim upp úr tapinu eftir leikinn.

„Það gengur ekki upp. Það er allt svona lagt til hliðar þegar heim er komið. Það verður að aðskilja þessa hluti."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×