Fótbolti

Búið að samþykkja 50 milljarða breytingar á heimavelli Real

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona á völlurinn að líta út. Glæsilegur.
Svona á völlurinn að líta út. Glæsilegur. mynd/real madrid
Borgaryfirvöld í Madrid hafa gefið grænt ljós á framkvæmdir við heimavöll Real Madrid, Santiago Bernabéu.

Það á að gjörbreyta ásýnd vallarins og meðal annars setja þak á völlinn. Framkvæmdirnar eiga að kosta rúma 50 milljarða króna.

Forráðamenn Madrid vildu einnig setja hótel og verslunarmiðstöð á völlinn en þeim hugmyndum var hafnað af borgaryfirvöldum.

Það eru fjórir frægir turnar í kringum völlinn í dag en þeir verða líklega brotnir niður miðað við þær hugmyndir sem eru uppi núna.

Nú þarf stjórn Real að gefa líka grænt ljós en málið verður tekið fyrir á fundi síðar í mánuðinum. Ekki er búist við því að lagst verði gegn breytingunum.

Ekki á völlurinn að líta illa út á kvöldin heldur.mynd/real madrid



Fleiri fréttir

Sjá meira


×