Innlent

Búið að reikna 94 prósent lána

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Búið er að reikna um 94 prósent allra húsnæðislána vegna skuldaleiðréttinga ríkisstjórnarinnar.  Þau sex prósent sem eftir standa eru flóknari tilvik, til dæmis vegna heimilissögu fólks, sem geti verið breytileg frá degi til dags. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í viðtalsþættinum Eyjunni í kvöld.

„Þetta eru lán sem þarf að fara í gegnum og eitt og reikna til baka svo leiðréttingin skili sér örugglega til þess sem á að fá hana,“ sagði Sigmundur sem telur líkur á að ferlinu muni ljúka í nóvember.

Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri höfuðstólslækkunarinnar, sagði í samtali við Vísi á fimmtudag að ekki sé hægt að ljúka þessu ferli fyrr en búið er að afgreiða fyrirliggjandi frumvarp á alþingi og að enn eigi eftir að ljúka samningaviðræðum við viðskiptabankana. Hann telur þó á að ferlinu ljúki á þessu ári.

Viðtalið við Sigmund má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×