Innlent

Búið að opna Reykjanesbrautina eftir bílslysið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vinnu lögreglu og slökkviliðs er lokið á vettvangi en þrír slösuðust alvarlega í árekstrinum og voru þeir fluttir á sjúkrahús í morgun.
Vinnu lögreglu og slökkviliðs er lokið á vettvangi en þrír slösuðust alvarlega í árekstrinum og voru þeir fluttir á sjúkrahús í morgun. Visir/Haraldur
Búið er að opna Reykjanesbrautina á ný eftir að alvarlegt bílslys varð þar um klukkan sjö í morgun. Vinnu lögreglu og slökkviliðs er lokið á vettvangi en þrír slösuðust alvarlega í árekstrinum og voru þeir fluttir á sjúkrahús í morgun.

Slysið varð með þeim hætti að jeppi og fólksbíll sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman á einbreiðum vegarkafla við álverið í Straumsvík.

Reykjanesbrautin var lokuð í tæpa þrjá tíma vegna slyssins og urðu þó nokkrar tafir á umferð af þeim sökum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×