Innlent

Búið að ná til ríflega helmings sjúklinga með lifrarbólgu C

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Um samstarfsverkefni nokkurra aðila er að er að ræða. Þar á meðal Landspítalans.
Um samstarfsverkefni nokkurra aðila er að er að ræða. Þar á meðal Landspítalans. Mynd/Vilhelm
Ríflega helmingur sjúklinga á Íslandi með lifrarbólgu C fær nú meðferð við sjúkdómnum. Allir taka þeir þátt í sérstöku átaki sem á að útrýma sjúkdómnum hér á landi.

Í febrúar tóku heilbrigðisyfirvöld, Landspítali og sjúkrahúsið Vogur höndum saman í samvinnu við lyfjafyrirtækið Gilead og hófu verkefni sem miðar að því að veita sjúklingum með lifrarbólgu C meðferð. Talið er að um 800-1000 manns séu smitaðir hér á landi.

Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir verkefnisstjóri verkefnisins segir ganga vel að ná til sjúklinga sem eru með sjúkdóminn. „Við erum búin að hitta rúmlega fimm hundruð manns núna og það eru sem sagt komnir á fimmta hundrað á meðferð. Þannig að við erum búin að ná í um það bil helming myndum við áætla,“ segir Ragnheiður Hulda.

Áætlað er að það geti tekið um tvö ár í viðbót að ná til allra sem er með lifrarbólgu C á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×