Enski boltinn

Búið að leysa vandræði Sanchez sem er á leið til Bandaríkjanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sanchez er glaður með þessi tíðindi.
Sanchez er glaður með þessi tíðindi. vísir/getty
Alexis Sanchez, sóknarmaður Manchester United, fékk góðar fréttir í dag. Búið er að leysa vandræði hans og hann er á leið til Bandaríkjana.

Sanchez lenti í vandræðum með vegabréfsáritun til Bandaríkjanna þar sem United er í æfingaferð eins og Vísir greindi frá í vikunni.

Enginn sem hefur lent í vandræðum eins og Sanchez fær að koma til Bandaríkjana en nú er hins vegar búið að leysa málin og Sanchez getur hitt liðsfélaga sína á ný.

Sanchez hefur verið að æfa einn á Carrington með þjálfara frá United en hann mun nú fljúga til liðsfélaga sinna í Los Angeles.

United mætir San Jose Earthquakes á sunnudaginn í æfingarleik en einnig mætir liðið Liverpool og Real Madrid í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×