Erlent

Búið að handtaka móður sjö barnanna

Atli Ísleifsson skrifar
Ástralir eru slegnir miklum óhug vegna atburðarins. Athugið að konan á myndinni er ekki sú handtekna.
Ástralir eru slegnir miklum óhug vegna atburðarins. Athugið að konan á myndinni er ekki sú handtekna. Vísir/AFP
Lögregla í Ástralíu er búin að handtaka móður sjö þeirra barna sem fundust myrt á heimili í bænum Cairns á norðausturströnd Ástralíu í nótt. Konan er 37 ára gömul og er grunuð um að hafa banað átta börnum á heimilinu.

Í frétt BBC kemur fram að verið sé að yfirheyra konuna, en að henni hafi enn ekki verið birt ákæra.

Konan fannst á heimilinu með stungusár en þar fundust einnig lík barnanna átta. Börnin voru á aldrinum 18 mánaða til fimmtán ára. Lögregla hefur enn ekki greint frá því hvernig börnin létust. Áttunda barnið var frænka hinna.

Að sögn fjölmiðla var það tvítugur sonur konunnar sem kom að börnunum látnum.

Lögreglumaðurinn Bruno Asnicar staðfestir handtökuna og segir konuna vera í haldi á Cairnes Base sjúkrahúsinu. Ekki sé verið að leita að öðrum í tengslum við málið.

Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, gaf frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem sagði að um hryllilegan glæp væri að ræða og að ástralska þjóðin sé slegin óhug yfir fréttunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×