Sport

Búið að finna 23 óhreina á ÓL í London

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Í dag tilkynnti Alþjóðaólympíunefndin að ólögleg efni hefðu fundið í sýnum 23 keppenda á Ólympíuleikunum í London 2012.

Íþróttamennirnir koma úr fimm mismunandi íþróttagreinum og frá sex mismunandi þjóðum.

265 sýni frá Ólympíuleikunum 2012 voru tekin til endurskoðunar en Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, segir að þetta sýni hversu hart nefndin tekur á lyfjamisnotkun í íþróttum.

„Þetta sýnir enn og aftur vilja okkar til að taka á vandamálinu. Við viljum halda þessum óhreinu íþróttamönnum frá Ólympíuleikunum í Ríó,“ sagði Bach.

Notkun ólöglegra lyfja í íþróttum hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu en í síðustu viku tilkynnti Alþjóðaólympíunefndin að 31 keppandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 hefði fallið á lyfjaprófi. Fjórtán þeirra eru Rússar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×