Viðskipti innlent

Búið að birta Björgólfi stefnuna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. vísir/vilhelm
Málsóknarfélag sem höfðað hefur mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni hefur nú loksins tekist að birta honum stefnuna á hendur honum en frá því var greint fyrr í mánuðinum að erfiðlega hefði gengið að birta Björgólfi stefnuna. Lögmaður hans, Reimar Pétursson, neitaði meðal annars að taka við henni.

Fram kemur í bréfi til félagsmanna í málsóknarfélaginu að í dag hafi borist staðfesting frá breskum yfirvöldum þess efnis að stefnan hafi verið birt Björgólfi í Bretlandi en hann er með lögheimili þar. Var stefnan birt samkvæmt Haag-samningnum um birtingu á réttarskjölum erlendis.

Þeir sem standa að málsókninni telja að rannsókn og gagnaöflun hafi leitt til þess að fram séu komin gögn sem gefi sterklega til kynna að Björgólfur Thor hafi með saknæmum hætti komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar og líklega ólögmætar lánveitingar tengdar Björgólfi. Þá hafi hann einnig brotið gegn reglum um yfirtökuskyldu.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. október næstkomandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×