Erlent

Búið að bera kennsl á þriðja manninn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Maðurinn, sem leitað er að, er hér merktur með rauðum hring.
Maðurinn, sem leitað er að, er hér merktur með rauðum hring. vísir/afp
Sex voru handteknir í Brussel, höfuðborg Belgíu, í kvöld grunaðir um að tengjast sjálfsmorðssprengjumönnunum sem drápu 31 fyrr í vikunni í árásum á flugvöll og lestarstöð í borginni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá belgískum lögregluyfirvöldum.

Mennirnir voru handteknir í kjölfar rannsókna í tengslum við árásirnar. Húsleitir fóru fram í höfuðborginni og í hverfum skammt frá henni.

Dauðaleit hefur staðið yfir að manni sem sást samferða tveimur vígamannanna á Zaventem flugvellinum en sprengdi sig ekki. Nafn hans hefur ekki verið gefið út en heimildir Sky News herma að bandaríska leyniþjónustan hafi borið kennsl á manninn. Þar kemur einnig fram að hann sé á lista þeirra yfir menn sem líklegir séu til að fremja hryðjuverk. Nafn hans hefur hins vegar ekki enn verið gefið út.

Þá var einn handtekinn í París grunaður um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Á blaðamannafundi franskra lögregluyfirvalda kom fram ólíklegt sé að tengsl séu á milli hans og mannanna sem réðust á Brussel. Hinn handtekni er franskur ríkisborgari.


Tengdar fréttir

Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit

Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×