Innlent

Búfénaðurinn fær betra hey á jólum

Hafþór Gunnarsson skrifar
Bóndinn á bænum Vöðlum í Öndundarfirði á Vestfjörðum undirbýr nú jólin líkt og aðrir landsmenn. Hann segir dýrin fá betra hey í tilefni dagsins en sinna þarf búskapnum sama hvaða tími ársins er.

Hvernig fer jólahaldið fram hjá ykkur hérna á Vöðlum?

„Það er nú svona hefðbundið held ég, miðað við sveitalíf. Maður reynir svona að búa sér í haginn, það sem maður getur þannig að seinni hluti aðfangadags og jóladagur séu svona heldur léttari en hinir. Það er auðvitað ekkert alltaf sem maður kemst upp með það. Það er ýmislegt sem kemur upp á og maður reynir bara að leysa það. Á aðfangadag reyni ég að vera kominn inn svona um sex þannig að ég er lélegur í eldhúsinu,“ segir Árni Brynjólfsson, bóndi.

Aðspurður hvort hann geri betur við búfénaðinn segir hann:

„Ja, maður heldur það eða huggar sig við að maður sé að gera það. Ég veit ekki hvort að maður er að gera þeim betur. En ég neita því ekki að maður hugsar til þess að gera þetta svolítið vel og að það vanti ekkert og velja kannski betra heyið heldur en hitt. Það er eitthvað sem gerist svona ósjálfrátt hjá manni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×