Innlent

Búðu þig undir 22 stiga hita í dag

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hitakort fyrir landið í dag
Hitakort fyrir landið í dag mynd/veður.is
Veðurstofan varar við hvassviðri, eða allt að 18 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og í Öræfum fram á kvöld og mun meiri vindhraða í hviðum, þannig að varasamt getur verið að vera þar á ferð með dráttarvagna í dag. Undir morgun var meðal vindhraði orðinn 22 metar á sekúndu í Vestmannaeyjum og blæs vindurinn úr austri. Það verður hinsvegar vel hlýtt norðan- og vestanlands í dag, eða allt að 20 stigum.

Norðan- og vestan lands má hins vegar gera ráð fyrir því að það verði lygnt og steikjandi hiti. Hitinn getur náð allt að 22°C þar sem hann verður mestur en það verður líklega í uppsveitum Borgarfjarðar, í Húnavatnssýslunum og Eyjafirði. 

Hiti á öðrum stöðum á landinu gæti daðrað við tuttugu gráðurnar. Þar má nefna svæðið á borð við Vestfirði, Húsavík, Mývatnssveit og Höfuðborgarsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×