Lífið

Bubbi segir meintum nettröllum til syndanna

Jakob Bjarnar skrifar
Bubbi segir umræðuna um dansparið Hönnu og Nikita einkennast af öfund nettrölla.
Bubbi segir umræðuna um dansparið Hönnu og Nikita einkennast af öfund nettrölla.
Vísir hefur fjallað nokkuð um hastarleg viðbrögð sem dansparið Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev telja sig hafa mátt sæta, í kjölfar þátttöku í þættinum Ísland got talent.

Hanna og Nikita voru meðal þriggja efstu í undanúrslitaþætti á sunnudag en duttu þá út, aðeins tvö atriði komast áfram í úrslit. Hanna hefur tjáð sig um viðbrögð við þátttöku þeirra, sem hún telur einkennast af öfund og rógi nettrölla. Og þá segir hún af baktali sem hún hefur mátt sæta, til dæmis þeim að hún hefur verið vænd um að sofa hjá dansdómurum til að vinna að framgangi sínum innan dansheimsins.

Bubbi Morthens er einn af dómurum í þáttunum og hann hefur stillt sér upp með afgerandi hætti með þeim Hönnu og Nikita. Hann hefur tjáð sig með afgerandi hætti í þá veru á Facebooksíðu sinni, nú í morgun með þeim orðum að; þá sé þetta komið á hreint: „Hanna og Nikita voru sjálfum sér dansinum til sóma voru og eru algjörlega frábær fulltrúar Dansins, ömurlegt hvernig nettröll og öfund æðir fram á völlinn hvernig væri að gleðjast með fólki gott fólk,“ skrifar Bubbi í morgun.

Þá lét hann málið einnig til sín taka í gær þegar hann sagði, og tengdi við frétt Vísis, að það komi „verulega á á óvart þessi öfund sem kemur fram hjá fólki,“ þau hafi sama rétt og aðrir til að taka þátt.

Svo rammt kveður að þessari meintu neikvæðu umræðu, sem grundvallast meðal annars á því að Hanna og Nikita hafi fyrir löngu sannað sig sem frábærir dansarar og þau eigi þannig ekki erindi í hæfileikakeppni, að framleiðendur þáttarins hafa talið sig knúna til að senda frá sér tilkynningu um málið.


Tengdar fréttir

Dansmömmurnar sökuðu Hönnu Rún um að sofa hjá dómurunum

Hanna Rún Bazev Óladóttir fékk slæma útreið í kjölfar Ísland Got Talent á sunnudag. Hún er ekki alls kostar óvön skítkastinu og hefur barist við Gróu á Leiti síðan hún var barn. Hanna horfir út fyrir landsteinana í átt að tækifærum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×