ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 23:37

Hótel Laxá ber af sér sakir í kjölfar umfjöllunar Kastljóss

FRÉTTIR

Bubba leiđir en Spieth komst ekki í gegnum niđurskurđinn

 
Golf
00:19 21. FEBRÚAR 2016
Bubba hitar sig upp, en hann leiđir í Kaliforníu.
Bubba hitar sig upp, en hann leiđir í Kaliforníu. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Jordan Spieth komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna Northern Trust mótinu sem fer nú fram í Kaliforníu. Spieth sem hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu spilaði hörmulega á fyrsta hringnum sem gerði útslagið.

Spieth spilaði á 79 höggum á fyrsta degi Northern Trust og náði ekki í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir að hafa spilað á 68 höggum á degi tvö.

Eftir dag þrjú er Bubba Watson efstur með eins höggs forskot á þá Jason Kokrak, Chez reavie og Dustin Johnson sem allir eru í öðru til fjórða sæti. Bubba spilaði best af þeim öllum í dag eða á 67 höggum og leiðir því mótið, en lokahringurinn fer fram á morgun, sunnudag.

Fleiri þekktir kylfingar eru ekki langt á eftir Bubba og félögum, en Rory Mcllroy og Adam Scott eru báðir á tíu undir pari og Justin Rose er á sjö undir pari í fjórtánda sæti.

Lokahringurinn fer fram á morgun, sunnudag, og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Keppni hefst klukkan 18.00, en Vísir mun birta úrslitafrétt hér á vefnum annað kvöld.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Bubba leiđir en Spieth komst ekki í gegnum niđurskurđinn
Fara efst