Viðskipti innlent

Búast við fjölda á matarmarkað

Snærós Sindradóttir skrifar
Skipuleggjendurnir Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir standa að baki matarmarkaðnum í Hörpu um helgina.
Skipuleggjendurnir Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir standa að baki matarmarkaðnum í Hörpu um helgina. Fréttablaðið/GVA
„Samskipti á milli neytandans og framleiðandans eru númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Eirný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins og skipuleggjandi matarmarkaðar í Hörpu um helgina.

Matarmarkaðurinn er nú haldinn í sjöunda sinn en þetta er í þriðja sinn sem hann fer fram í húsinu. Markmið hans er meðal annars að koma á milliliðalausri verslun bænda og framleiðanda við neytendur.

„Framleiðendur koma líka saman og sjá hvað hver annar er að gera og hefja samstarf,“ segir Eirný og nefnir dæmi um samstarf Saltverks og Höllu Steinólfsdóttur, bónda á Ytri-Fagradal.

Það hefur leitt af sér lífrænt hangikjöt með salti frá Saltverki, unnu úr Ísafjarðardjúpi.

Aðsóknarmet var slegið í Hörpu í fyrra þegar matarmarkaður Búrsins var haldinn. Þá lögðu 32 þúsund manns leið sína þangað.

Eirný segist ekki búast við öðrum eins fjölda í þetta sinn, margt hafi þá spilað inn í. „Fyrir minn eigin smekk er byggingin ekki nógu stór til að taka við þessum fjölda,“ segir hún.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×